Ferill 987. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2139  —  987. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um rannsóknir á rækju.


    Leitað var upplýsinga hjá Hafrannsóknastofnun og byggjast svörin á þeim upplýsingum.

     1.      Hversu miklum fjármunum varði Hafrannsóknastofnun árlega til rækjurannsókna á árunum 2015–2020?
    Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar beinast æ meira að vistkerfum fremur en einstökum tegundum og eru rannsóknirnar skipulagðar á þann veg. Því er nokkrum annmörkum háð að svara spurningum um kostnað vegna rannsókna á einstakri tegund. Þá eru rannsóknaleiðangrar oft margþættir þar sem ýmsum ólíkum rannsóknum er sinnt með það markmiði að tryggja sem besta notkun þess fjármagns sem stofnun hefur yfir að ráða.
    Sem dæmi fara stofnmælingar botnfiska fram í þremur leiðöngrum ásamt rannsóknum á öðrum þáttum vistkerfisins. Erfitt að áætla þar kostnað á hverja tegund. Auk þess fara fram rannsóknir á þeim í öðrum leiðöngrum eins og rannsóknaleiðöngrum á rækju og á lífríki strandsjávar.
    Í rannsóknaleiðöngrum vegna uppsjávarfiska eru einnig víðtækar vistfræðirannsóknir auk mælinga á umhverfisþáttum sjávar.
    Sama gildir um skrif sérfræðinga stofnunarinnar á ritrýndum greinum. Þær taka oft á mörgum tegundum, vistkerfum, ráðgjöf eða rannsóknaraðferðum og því erfitt að flokka skrifin eftir tegundum. Reynt er að gera það eins og kostur er.

     2.      Hvaða verkefni sem lúta að rannsóknum á rækju hafa verið unnin á þessu árabili og hve miklir fjármunir voru veittir í hvert verkefni?
    Rannsóknir og vöktun á nytjastofnun, þ.m.t. á rækju, er stór þáttur í starfsemi Hafrannsóknastofnunar á hverju ári. Stofnmælingaleiðangrar á rækju eru aðgreindir í verkbókhaldi stofnunarinnar en í þeim er einnig safnað upplýsingum um aðrar tegundir eins og þorsk, ýsu og grálúðu. Gögnum um afrán á rækju er einnig safnað í stofnmælingum bolfiska (stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) og hausti (SMH)). Gögn sem safnað er sem hluti af vöktun, t.d. í stofnmælingum og afla, eru þannig nýtt til mats á afrakstursgetu rækjustofna en nýtast jafnframt til að grunnrannsókna á líffræði, vistfræði, erfðafræði rækju sem og til vísindarannsókna á veiðistjórnunarkerfum.
    Hér á eftir eru talin upp þau verkefni sem unnið var að á árunum 2015–2020 og voru hluti af vöktun og rannsóknum á rækju ásamt árlegri kostnaðaráætlun stofnunarinnar.

Verkefni Markmið Kostnaður
Stofnmæling rækju Að meta stofnstærð rækju í þeim tilgangi að veita stjórnvöldum ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu á hinum ýmsu stofnum rækju, að meta aukaafla og magn seiða á rækjumiðum og koma í veg fyrir stórfellt ungfiskadráp með lokunum svæða þegar þurfa þykir og kortlagning hitafars og seltu innan fjarða. 2015: 86.300.000
2016: 110.400.000
2017: 121.200.000
2018: 105.360.000
2019: 89.064.000
2020: 111.278.300
Rannsóknir á hryggleysingjum Grunnrannsóknir á líffræði og vistfræði hryggleysingja, þ.m.t. rækju. Fyrir 2018 voru grunnrannsóknir inni í fjárhagsáætlun stofnmælingar rækju. 2018: 30.624.020
2019: 19.700.000
2020: 17.125.000
Benthic habitats in Iceland's shrimp trawl grounds Skráning botndýra á rækjuslóð. 2018: 3.240.000
Stofngerð rækju í Skjálfanda Tengsl úthafsrækju við rækju í Skjálfanda. 2019: 5.848.500
Lengdarháð líkan fyrir rækju Bætt stofnmat rækju sem tekur meðal annars tillit til afráns. 2018: 2.160.000
2019: 2.300.000
2020: 2.500.000
Stofnmæling botnfiska (SMB) Vöktun á botnfiskstofnum til að fylgjast með stofnþróun og ástandi sem og fæðunámi þeirra. Rækja er mikilvæg bráð margra botnfiska. 2015: 134.700.000
2016: 133.900.000
2017: 146.640.000
2018: 142.755.000
2019: 159.427.000
2020: 157.054.000
Stofnmæling botnfiska að hausti (SMH) Vöktun á botnfiskstofnum til að fylgjast með stofnþróun og ástandi sem og fæðunámi þeirra. Rækja er mikilvæg bráð margra botnfiska. 2015: 113.400.000
2016: 146.000.000
2017: 164.423.000
2018: 121.352.600
2019: 124.664.000
2020: 167.601.000

     3.      Hversu margar ritrýndar greinar um rækju eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum á framangreindu árabili, hver er titill greinanna og hvar birtust þær?
    Á árunum 2015 til og með 2020 birtust 10 ritrýndar greinar í alþjóðlegum tímaritum og ein í Náttúrufræðingnum sem er ritrýnt tímarit sem fjölluðu á einn eða annan hátt um rækju:
          Andrews, A., Christiansen, J.S., Bhat, S., Lynghammar, A., Westgaard J.-I., Pampoulie C., and Præbel K., 2019. Boreal marine fauna from the Barents Sea disperse to Arctic Northeast Greenland. Scientific Reports 9, 5799. (Þorskur, karfi, rækja)
          Jónsdóttir, I.G. 2018. Effect of changes in female size on relative egg production of northern shrimp (Pandalus borealis). Regional Studies in Marine Science 24:270–277. 10.1016/j.rsma.2018.09.004
          Jónsdóttir, I.G., Thórarinsdóttir, G.G., Jonasson, J.P. 2018. Influence of decreased biomass on the ogive of sex change of northern shrimp (Pandalus borealis). ICES Journal of Marine Science 75:1054–1062.
          Barua, S., Thordarson, G., Jónsdóttir, I.G. 2018. Comparison of catch and survey data for assessing northern shrimp (Pandalus borealis) from Arnarfjordur (NW-Iceland) using a stock production model. Turkish Journal of Fisheries and Aquatic Sciences 18: 359–366.
          Björnsson, B., Burgos, J.M., Sólmundsson, J., Ragnarsson, S.Á., Jónsdóttir, I.G., Skúladóttir, U. 2017. Effects of cod and haddock abundance on the distribution and abundance of northern shrimp. Marine Ecology Progress Series 572: 209–221.
          Jónsdóttir, I.G. 2017. Predation on northern shrimp (Pandalus borealis) by three gadoid species. Marine Biology Research 13: 447–455. 10.1080/17451000.2016.1272697
          Jónsdóttir, I.G., Guðlaugsdóttir, A.K., Karlsson, H. 2016. Morphometric differences between sub-populations of northern shrimp (Pandalus borealis). A case study from two adjacent fjords in Iceland. Regional Studies in Marine Science 3: 42–48.
          Kilada, R., Agnalt, A.-L., Arboe, N.H., Bjarnason, S., Burmeister, A, Farestveit, E., Gislason, S., Guðlaugsdottir, A., Guðmundsdóttir, D., Jónasson, J.P., Jónsdóttir, I.G., Kvalsund, M., Sheridan, M., Stansbury, D., Sövik, G. 2015. Feasibility of using growth band counts in age determination of four European crustacean species. Journal of Crustacean Biology 35: 499–503.
          Jónsdóttir, I.G., Bakka, H., Elvarsson, B.T. 2019. Groundfish and invertebrate community shift in coastal areas off Iceland. Estuarine, Coastal and Shelf Science 219:45–55.
          Jónsdóttir, I.G., Jónasson, J.P., Guðmundsson, S.Ö., Puro, H., Marteinsdóttir, G., Gunnarsson, B. 2016. Establishment of brown shrimp (Crangon crangon) in a newly colonized area. Crustaceana 89: 901–914.
          Ingibjörg G. Jónsdóttir og Steinunn H. Ólafsdóttir 2016. Samlífi sæfífils og rækju. Náttúrufræðingurinn 86: 91–96.